Tvær nýjar Kuggsbækur og frumsýning á laugardag

Sigrún Eldjárn hefur skrifað fjölda bóka en um helgina verður fyrsta leikritið eftir hana frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Það fjallar um Kugg og vinkonur hans, gömlu kerlingarnar Málfríði og mömmu hennar, og er meðal annars er byggt á bókunum Tölvuskrímslið og Geimferð. Geimferðin var endurprentuð af þessu tilefni og Tölvuskrímslið kom út í smábókaröðinni um Kugg í fyrsta sinn núna í vikunni með glænýjum og flottum myndum.

Leikritið verður frumsýnt á laugardaginn. Þar segir frá því þegar Kuggur og Mosi fara í Þjóðleikhúsið til að horfa á skemmtilega leiksýningu. Málfríður og mamma hennar eru líka mættar með skrítin tól og tæki. En hvar eru leikararnir eiginlega? Hér eru furðuverur eins og ruslaskrímsli og geðill geimvera en engir leikarar. Kuggur veit ekki hvað hann á að halda. Hann hélt að það væri allt öðruvísi að fara í leikhús! Með hlutverk Kuggs fer ungur og upprennandi leikari, hinn ellefu ára gamli Gunnar Hrafn Kristjánsson en Edda Arnljótsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir leika Málfríði og mömmu hennar. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir.

INNskráning

Nýskráning