Forlagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig metnaðarfulla kortaútgáfu. Hjá Forlaginu koma út um 150 nýir titlar ár hvert; bækur af öllu tagi og gerðum og á ýmsum tungumálum.

Þar er einnig rekin Réttindastofa Forlagsins sem selur útgáfurétt af íslenskum bókum til erlendra útgefenda. Hjá Forlaginu starfa rúmlega 40 starfsmenn og einn köttur  – þróunarstjórinn Nói.

Forlagið rekur tvær bókabúðir, auk vefverslunarinnar á þessari síðu.

Bókabúð Forlagsins

Bókabúð Forlagsins er til húsa á Fiskislóð 39 á Grandanum í Reykjavík. Þar má finna bækur allra helstu útgefenda á Íslandi – og ekki bara þær nýjustu heldur verulegt magn eldri titla. Á Fiskislóðinni er nægt pláss og andrými fyrir allar tegundir bóka og þær fást á kostakjörum. Í september er þar haldinn veglegur bókamarkaður. Verslunarstjórinn á Fiskislóð er Héðinn Finnsson.

hedinn@forlagid.is
S: 575 5636

Opnunartími
Mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18
Laugardaga frá kl. 11-16

Skrifstofur Forlagsins

Skrifstofur Forlagsins eru til húsa á Bræðraborgarstíg í Vesturbæ Reykjavíkur.
Þar er einnig lítil verslun með nýjustu titlunum sem út koma undir merkjum Forlagsins.
Bræðraborgarstígur 7, 101 Reykjavík
Kt: 600201-2390 , VSK nr: 70372

forlagid@forlagid.is
S: 575 5600
F: 575 5601

Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-17.
Föstudaga frá kl. 9:30-17.

Þróunarstjóri Forlagsins, kötturinn Nói.

Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39

 Skrifstofur Forlagsins, Bræðarborgarstíg 7.