Á elleftu stundu / I den ellevte time

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2023 296 9.290 kr.
spinner

Á elleftu stundu / I den ellevte time

9.290 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2023 296 9.290 kr.
spinner

Um bókina

Bókin fjallar um uppmælingarferðir dönsku arkitektaskólanna til íslands til að skrá einstakan byggingastíl íslendinga.

Ferðirnar voru farnar í upphafi áttunda áratugarins en þá var aðeins búið í örfáum torfhúsum á íslandi og má því segja að farið hafi verið af stað á elleftu stundu.

 

Árið 1973 hóf  danski arkitektinn Poul Nedergaard Jensen, kennari við Arkitektaskólann í Árósum, samstarf við Konunglegu dönsku listaakademíuna í Kaupmannahöfn og Þjóðminjasafn Íslands um skrásetningu á íslenskum torfbæjum áður en það yrði of seint. Þessi byggingartegund sem þróast hafði með þjóðinni í meira en þúsund ár var að miklu leyti horfinn og þeir torfbæir sem eftir voru stóðu frammi fyrir eyðileggingu.

Næstu árin fóru skólarnir í nokkrar námsferðir til Íslands þar sem íslenskir torfbæir voru mældir upp og teiknaðir. Skráningin var gerð með það fyrir augum að vekja athygli á mikilvægi og sérstöðu þessarar íslensku byggingartækni og leggja grunn að varðveislu og endurreisn hennar.

Í dag liggur umfangsmikill afrakstur ferðanna á Þjóðminjasafni Íslands. Hann nýtti Kirsten Simonsen í rannsóknarverkefni sitt er hún gengdi rannsóknastöðu dr. Kristjáns Eldjárns við Þjóðminjasafn Íslands árin 2020-2022.

 

Undanfari bókarinnar var vinsæla sýningin Á elleftu stundu í ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands sem stóð yfir frá september 2022-maí 2023.

 

Á elleftu stundu er ríkulega myndskreytt bók sem veitir okkur innsýn í uppmælingaferðirnar,

einstaka skráningu og viðleitni þeirra sem tóku þátt í að varðveita og skrá fjölbreytta upprunalega byggingararfleifð íslendinga.

 

Bókin er á íslensku og dönsku, mjúkspjalda og 296 síður.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Á elleftu stundu / I den ellevte time”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning