Í þessari nýju bókaröð Töfrahurðar er ryki blásið af íslenskum þjóðsögum og ævintýrum sem sett eru í nýjar umbúðir er höfða til barna í dag.

Sölvi er fjörlegur strákur sem kann ógrynni af sögum. Í þessu nýja tónlistarævintýri kynnumst við honum, sögunum hans, hittum fyrir kónga, álfa, maura og margt fleira. Bára Grímsdóttir samdi tónlistina og söguna sem byggð er á íslenskum munnmælasögum. Helgi Zimsen orti kvæðin upp úr sögunni og hefur Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytt textann.

Bókinni fylgir geisladiskur með flutningi á verkinu.

Flytjendur eru: Margrét Eir Hönnudóttir söngkona og sögumaður sem sér um öll hlutverkin, Stúlknakór Neskirkju og níu manna hljómsveit undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

Sígilt og fallega skreytt ævintýri sem flytur alla inn í heillandi ævintýraheim.