Höfundur: Liz Nugent

„Ég hafði búist við meiri viðbrögðum þegar ég kýldi hana í fyrsta sinn.“

Eftir þessa nístandi opnunarsetningu er enginn vafi hver gerandinn er í þessum taugatrekkjandi sálfræðiþriller. Það er ástæðan að baki sem heillar lesandann á meðan höfundurinn flettir fagurfræðilega ofan af sannleikanum.

Oliver Ryan lifir hinu fullkomna lífi og býr á yndislegu heimili með eiginkonu sinni, Alice. Kvöld eitt, eftir að hafa borðað dýrindis máltíð með Alice, gengur hann svo illa í skrokk á henni að ólíklegt er að hún nái sér nokkurn tímann aftur.

Vinir Olivers eiga erfitt með að henda reiður á hvað leiddi til þessa skelfilega atviks. Hvaða leyndarmál hefur Oliver að fela sem þolir ekki dagsins ljós og lætur hann gjörsamlega missa stjórn á sér?