Höfundur: Sara Blædel

Konulík finnst á Vesterbro og allt er löðrandi í blóði; hún hefur verið skorin á háls á hrottalegan hátt. Lousie Rick rannsakar málið ásamt félögum sínum í dönsku lögreglunni og allt bendir til að morðið tengist vændisstarfsemi í Kaupmannahöfn.

Þegar annað hryllilegt morð er framið verður lögreglunni ljóst að hún á í höggi við nýja ógn – forherta glæpamenn sem skirrast ekki við að misnota saklaust fólk og misþyrma því grimmilega til að þjóna eigin gróðasjónarmiðum. Mansal er staðreynd á Norðurlöndunum.

 

Árni Óskarsson þýddi.