Þú ert hér://Ávísun um uppdrátta- og málaralistina

Ávísun um uppdrátta- og málaralistina

Höfundar: Helgi Sigurðsson, Gunnar Harðarson

Ávísun um uppdrátta- og málaralistina eftir Helga Sigurðsson (1815–1888) er eina íslenska ritsmíðin frá fyrri öldum sem fjallar með fræðilegum hætti um myndlist.

Hún er hugsuð sem kennslubók í teikningu og málun og var líklega samin í Kaupmannahöfn veturinn 1846–1847. Meginefni ritsins er fjarvíddarteikning en það fjallar einnig um listmálun og gildi og gagnsemi myndlistar.

Höfundurinn stundaði nám í læknisfræði og myndlist í Kaupmannahöfn en gerðist síðar læknir, bóndi og prestur á Vesturlandi. Hann var einnig ljósmyndari, forngripasafnari og bragfræðingur og var auk þess einn af stofnendum Þjóðminjasafns Íslands.

Ávísun um uppdrátta- og málaralistina er merk heimild um íslenskra myndlistarsögu og hefur ekki fyrr verið gefin út í heild. Gunnar Harðarson gaf út textann og ritar ítarlegan inngang.

Verð 2.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 126 2017 Verð 2.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /