Höfundur: Sven Hazel

Porta á erfitt með að halda þungum skriðdrekanum á milli marserandi hermannanna. Ef hann missir einbeitinguna ryður hann niður heila herdeild. Risastór eldhnöttur lendir í kjarrinu fyrir framan farartækið. Hermennirnir stökkva úr skriðdrekunum og reyna að finna sér skjól.

Hjörtun slá ótt og augun leyna ekki óttanum er þeir liggja í sólinni og bíða dauðans. Eldveggurinn rís upp til himins. „Orgel Stalíns“ mumlar Heide óttalseginn. Porta gefur í og skriðdrekinn ryður sér leið um lönd og sólslegin vötn. Þeir eru í Moskvu árið 1941.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 8 klukkustundir og 24 mínútur að lengd. Þorvaldur Davíð Kristjánsson les.