Þú ert hér://Bartleby skrifari – Bartleby, the Scrivener

Bartleby skrifari – Bartleby, the Scrivener

Höfundur: Herman Melville

„Ég kýs það síður,“ segir Bartleby skrifari hvað eftir annað í þessari sögu. Hann hefur ráðið sig til starfa á lögmannsstofu á Wall Street og þetta tilsvar hans hrindir af stað atburðarás sem er í senn skondin og sorgleg. Um leið vekur hún grundvallarspurningar um samskipti manna, spurningar sem þó fást engin endanleg svör við. Sagan hefur einnig verið einnig rædd sem skáldleg yfirlýsing um borgaralega óhlýðni andspænis ofurvaldi samfélags sem stjórnast af lögmálum Wall Street.

Sagan af Bartleby kom fyrst út árið 1853 og er ásamt Moby Dick lífseigasta verk Hermans Melvilles. Hún telst lykilsaga í þróun smásagnaformsins vegna þess að þar koma fram persónur sem líkjast raunverulegu fólki en áður líktust sögupersónur gjarnan goðsagnaverum.

Sagan birtist hér í tvímála útgáfu á íslensku og ensku, með eftirmála þýðandans, Rúnars Helga Vignissonar, þar sem hann fjallar bæði um söguna og þýðinguna. Einnig fylgja ýmis umhugsunarefni fyrir lesandann sem nýst gætu við kennslu í ensku, bókmenntum og ritlist.

Þetta er fyrsta bókin í tvímála ritröð Þýðingaseturs Háskóla Íslands með klassískum textum í aðgengilegu formi fyrir nemendur og bókmenntaunnendur.

Ritstjóri: Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands.

Verð 1.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 136 2017 Verð 1.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / / / / /

Eftir sama höfund