Mobý Dick

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2009 2.290 kr.
spinner

Mobý Dick

2.290 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2009 2.290 kr.
spinner

Um bókina

Skáldsaga Hermans Melville, Mobý Dick, hefur verið kölluð eitt áhrifamesta verk sem skrifað hefur verið um hin eilífu átök mannsins við forsjónina. Þegar þessi margslungna skáldsaga um baráttu skipstjórans Akabs við Mobý Dick, stórhvelið hvíta, kom út fyrst árið 1851 hlaut hún fremur dræmar viðtökur og það var ekki fyrr en komið var fram á 20. öld og höfundur hennar löngu látinn að hún varð almennt viðurkennd sem eitt af stórvirkjum heimsbókmenntanna.

Sögumaður bókarinnar, Ísmael, bregður upp stórfenglegum myndum af veröld hvalfangaranna, sérkennilegum manngerðum og æsandi eltingarleiknum og viðureigninni við hvíta hvalinn. Með ógleymanlegum hætti veitir sagan lesandanum innsýn í þráhyggjukenndan hugarheim hins vitfirrta ógæfumanns, Akabs skipstjóra. Sú ófreskja undirdjúpanna, sem beit af honum fótinn og hann lætur einskis ófreistað að ná sér niðri á, er orðin órjúfanlegur hluti af honum sjálfum og sagan því öðrum þræði stórbrotin lýsing á baráttu stríðandi afla í mannssálinni.

Þýðing Júlíusar Havsteen kom fyrst út á íslensku árið 1970. Töfrandi stíll hennar og mergjað tungutak gera hana að einni af perlum íslenskra bókmennta. Nú hefur sú þýðing verið yfirfarin af Ísaki Harðarsyni skáldi og bætt inn í textann þar sem úrfellingar voru í upphaflegu útgáfunni.

Í bókinni eru hundruð upphaflegra myndskreytinga eftir Rockwell Kent.

Herman Melville fæddist í New York árið 1819. Faðir hans var kaupsýslumaður en varð gjaldþrota og lést þegar Herman var aðeins tólf ára gamall, einn af átta systkinum. Upp frá því sinnti hann ýmsum störfum og var að mestu sjálfmenntaður. Tvítugur að aldri fékk hann vinnu á hvalveiðiskipi og hafið heillaði. Hann gekk í bandaríska sjóherinn og ævintýri hans víða um heim urðu honum efniviður í flest hans ritverk.

Herman Melville skrifaði skáldsögur jafnt sem smásögur, ljóð og ritgerðir og varð brátt þjóðþekktur fyrir skrif sín. Mobý Dick var sjötta skáldsaga hans og kom út árið 1851, en einhverra hluta vegna náði þetta meistaraverk ekki almenningshylli og stjarna hans fór lækkandi upp frá því. Þegar hann lést árið 1891 var hann nánast öllum gleymdur og það var ekki fyrr en áratugum síðar, upp úr 1920 sem hann aftur var hafinn til vegs og virðingar og Mobý Dick er nú tvímælalaust meðal frægustu bókmenntaverka Bandaríkjanna.

„Besta skáldsaga veraldar.“ – Ólafur Gunnarsson rithöfundur

„Mesta skáldsaga sem skrifuð hefur verið.“ – Egill Helgason / Silfur Egils

„JPV á skilið mikið hrós … sannarlega gleðilegt að íslenskir útgefendur geri lykilverk heimsbókmenntanna aðgengileg lesendum nútímans. Mobý Dick er bók sem á fullkomlega skilið að vera lesin.“ – Þórdís Gísladóttir / Morgunblaðið

Tengdar bækur

Bartelby skrifari
1.990 kr.
999 kr.
3.890 kr.
1.890 kr.
2.999 kr.
1.490 kr.
My bonkers mum
990 kr.
3.390 kr.

INNskráning

Nýskráning