Bókabylting 18. aldar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2008 166 1.090 kr.
spinner

Bókabylting 18. aldar

1.090 kr.

Bókabylting 18. aldar
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2008 166 1.090 kr.
spinner

Um bókina

Bókabylting 18. aldar fjallar um mikla grósku sem var í fræðastarfi og útgáfu bóka um íslenska menningu og náttúru á tíma upplýsingarstefnunnar. Aðalgeir Kristjánsson, sagnfræðingur og skjalavörður, segir frá þeim mönnum og samtökum sem gerðu íslenskar fornbókmenntir aðgengilegar utan lands og innan og hleyptu erlendum menningarstraumum til íslensku þjóðarinnar með fræðiritum og þýðingum á heimsbókmenntum.

Aðalgeir gerir grein fyrir rannsóknum á náttúru og landshögum og ber þar hæst Ferðabók Bjarna Pálssonar og Eggerts Ólafssonar sem er ómetanleg heimild um Ísland á 18. öld. Loks er rætt um þann mikla vöxt sem hljóp í rannsóknir og útgáfu á íslenskum handritum á seinni hluta 18. aldar. þá er einnig gerð ítarleg grein fyrir einu mesta sagnfræðiriti þessa tímabils, Kirkjusögu Finns biskups Jónssonar.

Bókin er gefin út í ritröðinni Ritsafn Sagnfræðistofnunar.

Tengdar bækur

Lifandi saga: Framsetning og hlutverk sögulegrar þekkingar
1.090 kr.
Íslensk togaraútgerð 1945-1970
1.690 kr.
Kvinnor och politik i det tidligmoderna Norden
1.590 kr.
Söguþing 2002: II. bindi
790 kr.
Söguþing 2002 I. bindi
790 kr.
Apsects of Arctic and Sub-Arctic History
2.790 kr.
Ræður Hjálmars á Bjargi
1.290 kr.
Íslandskvikmyndir
1.090 kr.

INNskráning

Nýskráning