Þú ert hér://Brandarar handa byssumönnunum

Brandarar handa byssumönnunum

Höfundar: Mazen Maarouf, Uggi Jónsson þýddi

Brandarar handa byssumönnunum geymir fjórtán smásögur sem eru lauslega tengdar innbyrðis. Margar þeirra fjalla um börn eða eru sagðar frá sjónarhorni barns og umhverfið er á stundum stríðshrjáð borg – umfjöllunarefnið oft fólk sem lifir við ógn og viðbrögð þess við óvenjulegum aðstæðum. Sögurnar eru í senn fyndnar og óhugnanlegar, fátt er sem sýnist og ímyndun og veruleiki renna saman.

Höfundurinn, Mazen Maarouf, er palestínskur að uppruna, fæddur í Beirút 1978. Hann lærði efnafræði í háskóla en hefur undanfarinn áratug helgað sig skáldskap, blaðamennsku og þýðingum. Hann kom hingað til lands árið 2011 og hlaut síðar íslenskan ríkisborgararétt en hafði áður stöðu flóttamanns í Líbanon. Hann hefur sent frá sér bæði ljóð og smásögur og fyrir þessa bók fékk hann Al-Multaqa verðlaunin, sem veitt eru fyrir smásögur á arabísku.

Brandarar handa byssumönnunum er tilnefnd til alþjóðlegu Man-Booker verðlaunanna 2019.

Uggi Jónsson þýddi.

Frá 2.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 147 2018 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2019 Verð 2.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / /

7 umsagnir um Brandarar handa byssumönnunum

 1. Arnar

  „Heildstætt og áhrifaríkt verk sem vekur lesandann til umhugsunar um líf almennings við stríðsátök.“
  Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

 2. Arnar

  „Heillandi smásögur sem lýsa baráttu mannsandans til að lifa við óbærilegan veruleika.“
  Fréttablaðið

 3. Elín Pálsdóttir

  „Lítil, kraftmikil og uppfull af sprengikrafti – Brandarar handa byssumönnunum er frumraun í líki byssukúlu. Maarouf notar gjarnan sjónarhorn barnsins […] og fangar þannig afbakaðan raunveruleika lífs á stríðshrjáðum svæðum […] Smásagnasafnið sýnir hvað verður um orðin og líf fólks þegar stríð sviptir þau frelsi sínu – þegar sakleysi brandara er snúið á hvolf og verður gjalmiðill sem getur skilið á milli lífs og dauða.“
  The Spectator

 4. Elín Pálsdóttir

  „Staðlausar borgir Maaroufs gegna sama hlutverki og staðir í mörgum skáldsögum Mohsin Hamid: lesandinn getur ímyndað sér þessa dimmu og ofbeldisfullu borgir sem San Salvador eða Sana’a, sem Ciudad Juárez eða Bangui … Sögur Maaroufs eru ákaflega undarlegar, stöku sinnum hjartnæmar og oft mjög fyndnar.“
  The Guardian

 5. Elín Pálsdóttir

  „Kjarnyrt og sérlega taktföst frásögn. Sögumenn eru aðallega börn flækt í stríðsátökum sem beita ímyndunaraflinu, húmor og útúrsnúningum sem andspyrnuafli.“
  Le Monde

 6. Elín Pálsdóttir

  „Óþægilega góð.“
  The Sunday Times

 7. Elín Pálsdóttir

  „Sögur Mazens Maarouf í Brandarar handa byssumönnunum eru öflug áminning um að aðeins með hjálp ímyndunaraflsins getum við vonast til að grimm merkingarleysa veruleikans fái merkingu.“
  Sjón

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund