Höfundur: Anders de la Motte

Henrik Pettersson, HP, reynir að losa sig úr járngreipum Leiksins sem hann flæktist inn í fyrir tilviljun – eða var það kannski alls ekki tilviljun? Rebecca systir hans er farin að vinna að öryggismálum hjá alþjóðlega fyrirtækinu PayTag en þegar hún kemst á snoðir um bankahólf sem hún er skráð fyrir leitar hún aðstoðar hjá hinum dularfulla Tage Sammer. Er hann gamall vinur föður þeirra – eða í rauninni stjórnandi Leiksins, eins og HP heldur fram?

Hverjir eru vinir og hverjir óvinir?
Hver er að spila með hvern?

[bubble] er framhald spennubókanna [geim] og [buzz] en þetta er kraftmikill og frumlegur þríleikur á máli tölvuleikjakynslóðarinnar. Anders de la Motte hlaut nýliðaverðlaun Sænsku glæpasagnaakademíunnar 2010 fyrir [geim] og bækurnar hafa slegið í gegn víða um lönd. Jón Daníelsson þýddi.