Þú ert hér://Demantaráðgátan

Demantaráðgátan

Höfundar: Martin Widmark, Helena Willis

Demantar hverfa á óútskýrðan hátt úr skartgripabúð Múhameðs Karat. Allt bendir til að hinn ósvífni þjófur sé einn af starfsmönnum búðarinnar; Þórir, Sif eða Raggi. Lögreglan í Víkurbæ getur ekki leyst gátuna og því leitar Múhameð til spæjaranna Lalla og Maju, ráðagóðra og snjallra bekkjarsystkina sem hefjast strax handa við að þefa uppi nýjar vísbendingar.

Martin Widmark er einn vinsælasti barnabókahöfundur Svíþjóðar og hefur selt meira en þrjár milljónir bóka á sænsku auk þess sem bækur hans hafa verið þýddar á yfir tuttugu tungumál. Sögurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju, með skemmtilegum myndum Helenu Willis, eru margverðlaunaðar. Þær hafa verið kvikmyndaðar og settar upp bæði sem leikrit og ópera – já, ópera!

Íris Baldursdóttir þýddi.

Verð 3.690 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 75 2014 Verð 3.690 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /

4 umsagnir um Demantaráðgátan

 1. Elín Pálsdóttir

  „Börn sem eru á háma-í-sig-bækur-aldrinum finna hér algeran fjársjóð. Síðunum verður flett á methraða …“
  Folkbladet

 2. Elín Pálsdóttir

  „Þýðingar svo sem þessar eru mikilvæg viðbót við íslenska bókaútgáfu … Demantaráðgátan er frábær bók fyrir yngstu lesendurna, þessa sem eru nýlega læsir og treysta sér ekki í þéttskrifaðar blaðsíður og smátt letur … Höfundum tekst vel að skapa umhverfi sem lesendur geta samsamað sig en bæta líka smá spennu við kunnuglegan hversdagsleika.“
  María Bjarkadóttir / Bókmenntir.is

 3. Elín Pálsdóttir

  „Ógeðslega skemmtileg!“
  Þröstur Þór Jónsson / Nemandi í Ísaksskóla

 4. Elín Pálsdóttir


  „Uppsetning bókarinnar er mjög lesendavæn fyrir börn sem eru sjálf að byrja að lesa upp eigin spýtur, því letrið er stórt og setningar ekki of langar auk þess sem skemmtilegar og hráar myndir Helenu Willis hjálpa framvindunni. Vonandi rata fleiri bækur úr seríunni um Lalla og Maju út í íslenskri þýðingu í framtíðinni.“
  Silja Björk Huldudóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sömu höfunda