Þú ert hér://Doris deyr

Doris deyr

Höfundur: Kristín Eiríksdóttir

Með Doris deyr kveður Kristín Eiríksdóttir sér hljóðs á eftirminnilegan hátt og smeygir sér af lipurð milli heims og orða. Hér getur að líta manneskjur í allri sinni fegurð og grimmd sem elska, reiðast, harma og vita að mennskan er ekki einungis brothætt heldur líka ósigrandi!

Kristín Eiríksdóttir er í hópi okkar athyglisverðustu ungu höfunda. Sögurnar í þessu fyrsta smásagnasafni hennar eru skrifaðar af næmi og ímyndunarafli og eru í senn vægðarlausar og ríkar af samúð. Kristín hefur áður gefið út ljóðabækurnar Kjötbæinn 2004, Húðlitu auðnina 2006 og Annarskonar sælu 2008. Einnig hafa ljóð og sögur eftir hana birst í ýmsum tímaritum hér heima og erlendis.

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 167 2010 Verð 2.580 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

4 umsagnir um Doris deyr

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Kristín er framtíðarkona, nútímakona, sú besta á svæðinu þessi misserin, einn þessara tinda sem stingast upp úr logndrífunni. … Sannarlega eitthvert merkilegasta skáldskaparrit þessa árs eftir ungan og frábæran höfund.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „… með þessari bók stígur Kristín fram sem fullþroskaður höfundur sem hefur mikið fram að færa bæði í efni og stíl … Vel byggðar og vel stílaðar smásögur sem undirstrika einstæða sýn Kristínar á eðli þess að vera manneskja.“
  Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Enginn handahófskenndur reytingur … Textinn nær að miðla óttanum og öryggisleysinu, sýna hráa hjartað sem býr innra með okkur öllum undir fölsku yfirborði ástar og öryggis … drungaleg, harkaleg og óvægin, endar á öskrandi hlátri.“
  Auður Aðalsteinsdóttir / Víðsjá

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  Kristján Hrafn Guðmundsson / DV

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund