Heimili höfundanna

Kristín Eiríksdóttir
Kristín Eiríksdóttir
Kristín Eiríksdóttir er fædd í Reykjavík árið 1981. Hún lauk BA-prófi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2005 og er starfandi rithöfundur. Fyrsta ljóðabók Kristínar, Kjötbærinn, kom út árið 2004. Áður höfðu ljóð hennar birst í tímaritum og dagblöðum og allt frá upphafi skipaði hún sér í hóp athyglisverðustu skálda af sinni kynslóð. Í kjölfar Kjötbæjarins fylgdu fleiri ljóðabækur en árið 2010 kom út fyrsta prósaverk hennar, smásagnasafnið Doris deyr, og tveimur árum síðar fyrsta skáldsagan, Hvítfeld – fjölskyldusaga. Bækurnar hlutu einróma lof gagnrýnenda sem voru á einu máli um að Kristín hefði sterk tök á forminu og skapaði einstakt andrúmsloft í verkum sínum. Segja má að Kristín hafi slegið rækilega í gegn með annarri skáldsögu sinni sem kom út árið 2017 og ber titilinn Elín, ýmislegt, en fyrir hana hlaut hún bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Fjöruverðlaunin. Bókin var jafnframt tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Auk þess að skrifa ljóð og sögur hefur Kristín getið sér gott orð sem leikskáld og einnig hefur hún unnið að myndlist, tekið þátt í samsýningum og sett upp gjörninga hér heima og erlendis. Sögur hennar og ljóð hafa verið þýdd og gefin út erlendis.

Bækur eftir höfund

Tol_Kapa.indd
Tól
3.690 kr.3.990 kr.
Kærastinn er rjóður
Kærastinn er rjóður
3.890 kr.
Elín ýmislegt
Elín, ýmislegt
990 kr.3.990 kr.
KOK
KOK
4.140 kr.
Hvítfeld
Hvítfeld - fjölskyldusaga
990 kr.2.685 kr.
Doris deyr
Doris deyr
990 kr.2.580 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning