Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Tól
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 349 |
|
||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 349 |
|
||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Um bókina
Kvikmyndagerðarkonan Villa Dúadóttir situr fyrir svörum á heimildamyndahátíð í Stokkhólmi en spurningarnar vefjast fyrir henni. Nákvæmlega hvernig tengdist hún hvalveiðimanninum Dimma, sem myndin hennar fjallar um? Hvers vegna vildi hún segja sögu hans? Er yfirleitt viðeigandi að hún geri það? Og hvað með Amalíu, sem hún klippti út úr myndinni?
Líkt og í fyrri verkum Kristínar Eiríksdóttur virðist allt blasa við en ekkert er sem sýnist. Frásögnin heldur lesandanum föngnum, nærgætin og miskunnarlaus í senn.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
7 umsagnir um Tól
embla –
„Tól er margslungin, metnaðarfull og sérstaklega vel uppbyggð skáldsaga sem ég hlakka til að halda áfram að ræða við fólkið í kringum mig. Víðsjá gefur ekki stjörnur en ef svo væri þá myndi ég gefa Tól mjög margar.“
Sölvi Halldórsson / Víðsjá
embla –
„Tól eftir Kristínu Eiríksdóttir segir sögu kvikmyndagerðarkonu, sem vinnur að heimildarmynd um ógæfumann sem hún eitt sinn þekkti. Eftir því sem verkinu miðar fram verður saga hennar stríðari, nærgöngulli og margþættari. Hún er krafin um afstöðu til persónanna í myndinni en vitandi að „sögur eru vopn“ neitar hún að útdeila sekt og sakleysi og nota þau tól sem tiltæk eru gegn sínum minnsta bróður. Djúphugsað og margslungið skáldverk í samtali sínu við samvisku og samkennd.“
Umsögn dómnefndar Fjöruverðlaunanna
embla –
„Þetta er grípandi saga, átakanleg á köflum. sem spilar á allan tilfinningaskalann …“
Snædís Björnsdóttir / Morgunblaðið
embla –
„Áhrifamikið samtímaverk um napran raunveruleika sem mörgum er hulinn. Framsetningin er frumleg og tekst að vera nærgætin en stuðandi á sama tíma. Lesanda er gefin innsýn í breyskleika einstaklingsins í samfélagi sem oft er vanbúið til þess að bregðast við. Án þess að setja sig í dómarasætið nær höfundur að varpa fram spurningum sem skilja mikið eftir sig. Marglaga verk sem lætur engan ósnortinn.“
Umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna
embla –
„Þetta er merkilega saga sem skiptir máli.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
embla –
„Mjög trúverðugt og sannfærandi og áhrifaríkt.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
embla –
„Það er fagnaðarefni að við skulum eiga listamann af þessum kalíber sem sinnir skáldsagnagerð af þeirri alvöru sem hér er á bók. Tól er merkileg og mikilvæg skáldsaga sem á brýnt erindi til okkar tíma og nú er lesenda að meðtaka þann boðskap eftir hyggjuviti sínu og kærleik. Kristín Eiríksdóttir er einn af okkar stóru höfundum og skilar til okkar dásamlega sönnu og frumlegu verki.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Stundin