Þú ert hér://Elín, ýmislegt

Elín, ýmislegt

Höfundur: Kristín Eiríksdóttir

Elín býr til leikmuni og gervi fyrir kvikmyndir og leikhús og þó hún sé komin yfir sjötugt lifir hún enn fyrir vinnuna. Hún býr ein og veit ekki af fortíðinni sem leynist í kössum úti í bæ. Dag einn birtast þeir á stofugólfinu hennar.

Þegar Elín fer að vinna við sýningu á nýju leikriti eftir unga vonarstjörnu, Ellen Álfsdóttur, vitjar fortíðin hennar á ný. Leiðir þeirra tveggja hafa áður legið saman við hræðilegar kringumstæður, þó að önnur muni ekki eftir því og hin sé í þann veginn að gleyma því.

Elín, ýmislegt er margslungin og listavel ofin saga um mæður og dætur, ofbeldi og áföll, vald og gleymsku. Kristín Eiríksdóttir hefur áður sýnt, í Doris deyr og Hvítfeld, hversu slyng hún er að flétta magnaðar sögur sem grípa lesandann föstum tökum og sitja lengi í honum eftir lesturinn.

ATH. Hljóðbókin er streymishljóðbók (Streymi) sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur í streymi.

Hljóðbókin er um 4 klukkustundir að lengd.

Höfundur les.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 182 2017 Verð 3.990 kr.
Kilja 182 2018 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Streymi - 2018 Verð 1.490 kr. Setja í körfu

12 umsagnir um Elín, ýmislegt

 1. Eldar

  „Vand­lega út­hugsuð og marg­slung­in skáld­saga sem tefl­ir fín­lega sam­an ólíkri veru­leika­skynj­un per­són­anna í áhrifa­ríkri frá­sögn af hverf­ulu eðli minn­inga.“
  Dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017

 2. Árni Þór

  „Verk hennar eru allt öðruvísi en verk annarra höfund … hún er afar snjöll að smíða frásögn, miðla söguheimi, skapa persónur og þráð sem er lágstemmdur til að byrja með en stigmagnast eftir því sem líður á … mögnuð og einstaklega hrífandi … hún er einstaklega lagin að spila á hjartastrengi lesenda og áhorfenda – að skapa frásagnir sem hafa hápunkt eða ris sem smýgur í gegnum allar varnir og stingur beint í nakið hjartað og situr þar lengi eftir að lestrinum líkur … Kristín Eiríksdóttir er einfaldlega áhugaverðasti höfundurinn á Íslandi í dag.“
  Vera Knútsdóttir / Bókmenntir.is

 3. Árni Þór

  „Þræðirnir sem Kristín vefur halda mér enn, löngu eftir að lestri lýkur. Myndrík og safarík.“
  Sunna Dís Másdóttir / RÚV.is (Bestu íslensku skáldverk ársins)

 4. Árni Þór

  „Skáldverk Kristínar vaxa ávallt við frekari lestur og í þeim opnast gjarna nýir heimar þegar þau eru skoðuð í samhengi við önnur verk hennar því þar koma fyrir stef í breyttum endurtekningum sem gefa ákveðnum þemum eins og ofbeldi, umhverfismálum og kynjapólitík enn frekari þunga.“
  Haukur Ingvarsson / RÚV.is (Bestu íslensku skáldverk ársins)

 5. Árni Þór

  „Skáldsagan Elín, ýmislegt fjallar á viðkvæman og fallegan hátt um fólk sem hefur sín sérstöku persónueinkenni og býr yfir dimmari sögum en virðist í fyrstu. Kristín Eiríksdóttir hefur sérstakt lag á að miðla skynjun í texta, allt frá því minnsta og brothætta yfir í hið stóra og gróteska.“
  Guðrún Baldvinsdóttir / RÚV.is (Bestu íslensku skáldverk ársins)

 6. Árni Þór

  „Á einkar næman og áhrifaríkan hátt er hér fjallað um skynjun manneskjunnar á veruleikanum, um flóttaleiðir hugans, einsemd, hið gleymda og falda. Frásagnartæknin er í senn úthugsuð og áreynslulaus og endurspeglar persónur jafnt sem umfjöllunarefni. Í takt við leiðarstef bókarinnar skapar höfundur myndir sem höfða til allra skynfæra og nýtir meðal annars sterk tákn sem þó eru aldrei augljós eða yfirborðskennd frekar en bókin sjálf. Elín, ýmislegt er gríðarlega vel skrifuð skáldsaga sem lifir áfram með lesandanum.“
  Dómnefnd Fjöruverðlaunanna

 7. Árni Þór

  „Orðið ísmeygileg kemur upp í hugann, eða lævís, því undir textanum og orðunum á blöðunum leynist kannski eitthvað meira en við fyrstu sýn … Kristín er fær … Þetta er bók sem maður þarf eiginlega að lesa aftur og svo kannski aftur. Það er alltaf gaman þegar skáldsögur kýla mann, eða löðrunga eins og þessi, og skilja eftir óvissu.“
  Ingi Freyr Vilhjálmsson / Stundin

 8. Árni Þór

  „Þessi bók er miklu stærri en blaðsíðufjöldinn segir til um … maður getur byrjað á bókinni aftur og aftur og leyft þráðunum að fléttast saman á alveg nýjan hátt.“
  Sunna Dís Másdóttir / Kiljan

 9. Árni Þór

  „Kristín er mjög sérstakur rithöfundur … mig er strax farið að langa til að lesa þessa bók aftur … hún fokkar í hausnum á manni … Stundum er maður efins um hvort að maður eigi að hleypa henni inn í hausinn á sér því hún snýr hlutum þar á hvolf … Framvindan í þessari bók orkaði þannig á mig að þegar ég leit upp úr bókinni fannst mér eins og ég sæi ekki umhverfið ekki réttum augum … Kristín Eiríksdóttir er hreinlega minn uppáhaldsrithöfundur undir fertugu … höfundarverk hennar er svo spennandi, hvernig þræðirnir tengjast inn í önnur verk hennar …“
  Haukur Ingvarsson / Kiljan

 10. Árni Þór

  „Kristín er einn af okkar flottustu, ungu höfundum … hún hefur alveg einstaka sýn.“
  Egill Helgason / Kiljan

 11. Árni Þór


  „Elín, ýmislegt er spunnin úr ótal þráðum sem kvíslast víða en mynda að lokum sterka heild … spennandi saga og ákaflega vel sögð. Kristín hefur sérstakan og persónulegan stíl sem er krefjandi og heillandi.“
  Hildigunnur Þráinsdóttir / Morgunblaðið

 12. Árni Þór

  „Fínlega hugsuð og raffíneruð skáldsaga. Eðalstöff.“
  Auður Jónsdóttir, rithöfundur

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund