Höfundar: Helle Helle, Silja Aðalsteinsdóttir þýddi

Ég skal vera stuttorður, ég veit ekki hvert ég á að fara. Ég er villtur í þessum stóra skógi. Ég veit ekki mikið um skóga, ég er ekki lífsglatt náttúrubarn. Það sögðu þeir hinir í kaffinu í fyrradag. En hér er ég staddur, undir jóskum risum, í svokölluðum hlaupaskóm.

Þau hafa aldrei sést fyrr, hann er frá Sjálandi, hún frá Norður-Jótlandi, en nú eru þau bæði villt í stórum jóskum skógi. Myrkrið er að detta á þegar þau ramba á frumstætt skýli í skógarþykkninu. Þar láta þau fyrirberast um nóttina og langt fram á næsta dag.

Helle Helle (f. 1965) er meðal fremstu rithöfunda Dana. Bækur hennar hafa hlotið margar viðurkenningar og verið þýddar á fjölda tungumála. Ef þú vilt var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi.