Bókin er sett upp líkt og uppskriftabók og ætluð þeim sem leiða börnin fyrstu skrefin í lestrarnámi.

Hver blaðsíða er sjálfstæð eining þar sem kynnt er hugmynd að leik eða æfingu sem þjálfar tiltekið atriði. Leikgleði og sköpunarkraftur barnsins er virkjaður til hins ýtrasta.

Með bókinni fylgja einstök hjálpargögn; stafabangsar, bangsabíll, dreki sem spýr út bókstöfum og orðum og bókstafahús.

Góður grunnur að lestrarnámi eykur líkur á farsælli skólabyrjun með leik og í fangi pabba, mömmu, afa eða ömmu.