Egils sögur – á meðan ég man
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 367 |
|
||
Geisladiskur | 2015 | Mp3 |
|
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 367 |
|
||
Geisladiskur | 2015 | Mp3 |
|
Um bókina
Þýð og blæbrigðarík rödd Egils Ólafssonar hefur ómað í eyrum landsmanna um árabil en hann er ekki bara einn ástsælasti söngvari, lagasmiður og leikari Íslendinga – hann er líka einstakur sagnamaður.
Egill hefur lifað viðburðaríku lífi, kynnst og unnið með fjölda fólks af öllum sviðum þjóðlífsins og kann að lýsa því af næmri tilfinningu. Í Egils sögum lifnar Reykjavík stillansa og nýreistra blokka í nýjum hverfum austurborgarinnar, tíðarandi hippaáranna og MH, Spilverkstíminn, ævintýri Stuðmanna og Þursa, árin í leikhúsinu og íslenska kvikmyndavorið.
Páll Valsson heldur utan um efnið af öryggi og lætur rödd Egils njóta sín til fulls í fjörugri frásögn sem stundum er sprenghlægileg og stundum grátbrosleg en alltaf umvafin hlýju. Páll hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2000 fyrir bók sína Jónas Hallgrímsson – ævisaga.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
5 umsagnir um Egils sögur – á meðan ég man
Elín Edda Pálsdóttir –
„Skörp mynd af miklum listamanni í bók sem jafnframt fangar býsna vel tíðaranda minnar kynslóðar …“
Ólafur Þ. Harðarson
Elín Edda Pálsdóttir –
„Alveg stórskemmtileg bók.“
Gísli Marteinn Baldursson / RÚV
Elín Edda Pálsdóttir –
„Hér má lesa dásamlegar sögur um uppruna Egils og fjölbreyttan feril þar sem margir skemmtilegir karakterar koma við sögu. Það var sérlega gaman að lesa um viðburðaríkt líf Egils.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Elín Edda Pálsdóttir –
„Í Egils sögum er tilfinningin hins vegar eins og að sitja með honum og Páli Valssyni, skrásetjara sagnanna, á Mokka eða heima í stofu og fá að hlusta og spyrja og heyra af öllu því sem gerðist bak við tjöldin þegar uppá- haldsplöturnar eða vinsælustu kvikmyndirnar voru gerðar … Bók fyrir alla fjölskylduna og einhleypa.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
Elín Edda Pálsdóttir –
„Saga Egils er frábær lesning …“
Reynir Traustason / Stundin