Höfundar: Jóna Valborg Árnadóttir, Elsa Nielsen

Kormákur hefur gaman af tölum. Svo gaman að hann telur allt sem fyrir augum ber. Oft og mörgum sinnum.

En hvað gerir Kormákur þegar eitthvað virðist óendanlega mikið? Er hægt að telja upp í endalaust? Með smá hjálp áttar Kormákur sig á því að það má alltaf finna svar þó stórt sé spurt.

Einn, tveir og Kormákur er önnur sagan sem hefur verið skrifuð um þennan skemmtilega strák.