Höfundar: Jóna Valborg Árnadóttir, Elsa Nielsen myndskreytti

Sóla er byrjuð í skóla og þar líður henni vel. Þangað til hún lendir í vandræðum. Þá þarf hún að horfast í augu við óöryggi sitt og óttann við að vera ekki eins og hinir.

Hetjubókin er fjórða og síðasta sagan um Sólu. Þessar litríku og skemmtilegu bækur efla skilning barna á eigin tilfinningum og annarra og hjálpa þeim að færa þær í orð.

Kennsluleiðbeiningar má nálgast hér.