Þú ert hér://Eitruð epli

Eitruð epli

Höfundur: Gerður Kristný

Harmur og gleði dansa hárfínan línudans í þessum sögum. Gerður Kristný lýsir stormasömu sambýli fólks við sína nánustu, grátbroslegum samskiptum kynjanna, margræðu sambandi kvenna sem bundist hafa systraböndum saumaklúbbanna og fjallar á nærfærinn hátt um samskipti barna. Ísmeygilegur stíll sagnanna gerir þó að verkum að ekki er allt sem sýnist. Þótt ýmsum finnist þeir eins og heima hjá sér mitt í öllum ærslunum er andrúmsloft sagnanna einatt næsta dularfullt, loft er lævi blandið og hætt við að brosið vilji stirðna á andliti lesenda.

 

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 111 2002 Verð 990 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /

1 umsögn um Eitruð epli

  1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

    „Sýn höfundar á manneskjuna og mannlífið er hörð og köld en þó skemmtilega ótuktarleg og oft háskalega sönn. Með sínum Eitruðu eplum hefur Gerður Kristný enn vaxið sem höfundur og gott ef hún á ekki skilið að fá titilinn meistari í kvikindishætti – í jákvæðum skilningi.“
    Sigríður Albertsdóttir / DV

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund