Ekkert að fela: á slóð Samherja í Afríku
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 356 |
|
||
Rafbók | 2019 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2020 | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Ekkert að fela: á slóð Samherja í Afríku
690 kr. – 1.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 356 |
|
||
Rafbók | 2019 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2020 | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Haustið 2018 fengu blaðamennirnir Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Aðalsteinn Drengsson aðgang að umfangsmiklu gagnasafni sem afhent hafði verið samtökunum WikiLeaks og ljóstraði upp um vafasöm vinnubrögð útgerðarfyrirtækisins Samherja við Afríkustrendur. Gögnin sýna hvernig fyrirtækið nýtti sér þá velvild sem þróunaraðstoð Íslendinga í Namibíu hafði skapað til að komast í sambönd við valdamikla stjórnmála- og embættismenn þar í landi, hvernig sami fámenni valdakjarni hleypti Samherja fremst í biðröð eftir verðmætum veiðikvóta og hvernig Samherji launaði það ríkulega.
Uppljóstrarinn, Jóhannes Stefánsson, hafði sjálfur tekið þátt í að byggja upp útgerð Samherja í Namibíu en honum ofbauð þegar hann sá að loforð fyrirtækisins um uppbyggingu innviða þar yrðu aldrei efnd. Þvert á móti var allra leiða leitað til að skilja sem minnsta fjármuni eftir í landinu, þar á meðal voru notaðar flóknar viðskiptafléttur gegnum alþekkt skattaskjól. Í því ljósi er ekki að undra að mikil leynd hvíli yfir umsvifum Samherja í Afríku þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi sagt opinberlega að þeir hafi ekkert að fela.
Mánuðum saman hefur teymi blaðamanna rýnt í gögnin og raðað saman þeirri sögu sem hér er sögð. Hún birtist einnig í þáttum á RÚV og Al Jazeera, og í Stundinni, auk þess sem efnið sem rannsóknin byggist á verður allt birt á vef WikiLeaks. Gríðarmikil rannsóknarvinna liggur því að baki verkefninu og niðurstöðurnar eru sláandi.
Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Aðalsteinn Drengsson hafa allir áralanga reynslu af fréttavinnslu og rannsóknarblaðamennsku. Meðal mála sem þeir hafa fjallað um, ýmist saman eða í samvinnu við aðra, eru Panamaskjölin, Glitnisskjölin, afhjúpun vinnumansals á Íslandi og brottkast í íslenskum sjávarútvegi.
Höfundar afsala sér öllum greiðslum vegna útgáfunnar og stefnt skal að því að höfundarlaun renni til hjálparstofnunar eða mannúðarsamtaka sem beita sér í Afríku.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 9 klukkustundir og 5 mínútur að lengd. Helgi Seljan les.
Hér má hlusta á fyrsta kafla hljóðbókarinnar: