Þú ert hér://Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur

Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur

Höfundur: Þórður Snær Júlíusson

Kaupthinking er saga um breyskleika valdamikilla athafnamanna og undirmanna þeirra sem olli gríðarlegum skaða á heilu samfélagi. Þetta er saga um ofmetnað og græðgi, stórfelldar blekkingar og svik, samtryggingu og samsæri, og lengstu fangelsisdóma fyrir efnahagsbrot á Íslandi.

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri hefur fengið einstakan aðgang að innlendum og erlendum gögnum sem aldrei hefur verið vitnað til opinberlega áður.

Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur er afhjúpandi bók um það sem gerðist á bak við tjöldin í einu sögulegasta gjaldþroti heims með nýjum upplýsingum úr innsta hring.

Frá 1.590 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 371 2018 Verð 3.490 kr.
Kilja 371 2019 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2018 Verð 1.590 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

3 umsagnir um Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur

 1. Elín Pálsdóttir

  „Þórður Snær rekur hér snilldarlega sögu Kaupþings, sem í reynd er saga umfangsmestu efnahagsbrota Íslandssögunnar.“
  Guðrún Johnsen, hagfræðingur og höfundur bókarinnar Bringing Down the Banking System: Lessons from Iceland

 2. Elín Pálsdóttir

  „Í þessari stórmerkilegu bók dregur Þórður Snær upp ljóslifandi mynd af því hverslags svikamylla Kaupþing var frá upphafi.“
  Vilhjálmur Bjarnason, frv.alþingismaður

 3. Elín Pálsdóttir

  „Hér rífur Þórður Snær niður leiktjöld sem hengd voru upp af forsvarsmönnum Kaupþings eftir hrun og við blasir allt það versta við samfélagið Ísland.“
  Helgi Seljan, sjónvarpsmaður

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *