Einlægni Önnu Margrétar og trúartraust endurspeglast í þessu fallega verki sem mun búa áfram með þeim sem les.

Hvers vegna finn ég þig ekki einmitt nú þegar hjarta mínu blæðir Faðir? Minn dýpsti ótti mín sárasta angist og máttvana reiði festast í sessi í hrakningunum fram og aftur blindgötuna — Hvar er frið að fá?