Fávitinn

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2022 2.990 kr.
spinner
Kilja 2022 866 3.490 kr.
spinner

Fávitinn

2.990 kr.3.490 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2022 2.990 kr.
spinner
Kilja 2022 866 3.490 kr.
spinner

Um bókina

Fávitinn kom fyrst út árið 1868 og er ein þekktasta skáldsaga 19. aldar. Þetta er margslungin og víðfeðm frásögn um samfélag manna og samskipti, gæsku og grályndi. Myskhin fursti er einn frægasti Kristsgervingur bókmenntasögunnar og með honum dregur Dostojevskí upp snilldarlega mynd af því hvað gerist þegar algóð persóna birtist í samfélagi breyskra manna.

Á blautum nóvembermorgni kemur Myskhin fursti til Pétursborgar, inn í iðandi atburðarás ásta, undirferlis og glæpa. Hann er hreinlyndur maður og hrekklaus, fyrir honum eru allir jafnir og hann vill öllum vel. En samborgararnir álíta einlægni hans vera einfeldni og hreinskilni hans og réttsýni setur líf þeirra úr skorðum með hörmulegum afleiðingum.

Rússneski sagnameistarinn Fjodor Dostojevskí (1821–1881) skrifaði fjölda stórbrotinna skáldsagna sem eru enn lesnar um víða veröld. Ingibjörg Haraldsdóttir skáld þýddi mörg helstu verk hans á íslensku, fyrst Glæp og refsingu sem kom út 1984. Rómuð þýðing hennar á Fávitanum var upphaflega gefin út í tveimur bindum 1986 og 1987 en hefur lengi verið ófáanleg.

Tengdar bækur

Karamazov-bræðurnir
1.990 kr.3.490 kr.
Hinir smánuðu og svívirtu - Fjodor Dostojevskí
990 kr.3.490 kr.

INNskráning

Nýskráning