Þú ert hér://Hinir smánuðu og svívirtu

Hinir smánuðu og svívirtu

Höfundar: Fjodor Dostojevskí, Gunnar Þorri Pétursson þýddi, Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi

Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí er viðburðarík skáldsaga sem birtist fyrst á prenti árið 1861 og hefur frá upphafi notið mikillar hylli lesenda. Hún gerist í Sankti Pétursborg og fjallar um gæsku og illsku, ástir og svik, örvæntingu og stéttaskiptingu – og samspil alls þessa í lífi eftirminnilegra sögupersóna.

Vanja er upprennandi rithöfundur sem berst í bökkum. Flókin samskipti við æskuástina og hennar fólk eru honum erfið en raunir hans aukast enn þegar Nellý verður á vegi hans – kornung stúlka sem á engan að; af veikum mætti reynir hann að forða henni frá götunni og illmenninu Valkovskí fursta.

Ingibjörg Haraldsdóttir skáld (d. 2016) þýddi margar af helstu skáldsögum Dostojevskís á íslensku, fyrst Glæp og refsingu sem kom út 1984. Hún hóf þýðingu á Hinum smánuðu og svívirtu en varð snemma frá að hverfa sökum veikinda og við tók Gunnar Þorri Pétursson sem lauk þýðingunni á þessu mikla verki og ritar auk þess fróðlegar skýringar og eftirmála.

Frá 2.490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja5552018 Verð 3.490 kr.
Rafbók-2018 Verð 2.490 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / / / / /

2 umsagnir um Hinir smánuðu og svívirtu

  1. Elín Pálsdóttir

    „Dostojevskí hefur gefið mér meira en nokkur vísindamaður.“
    Albert Einstein

  2. Elín Pálsdóttir

    „Skáldsögur Dostojevskís eru iðandi svelgir, æðandi sandstormar, hvirfilbyljir sem hvæsa og ólga og soga okkur til sín. Þær eru að fullu og öllu saman settar úr því efni sem finnst í sálinni.“
    Virginia Woolf

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund