Þú ert hér://Fjallabókin

Fjallabókin

Höfundur: Jón Gauti Jónsson

Fjallabókin er undirstöðurit, ætlað jafnt þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í útivist og hinum sem stefna hærra og lengra en vilja umfram allt koma heilir heim. Bókin geymir upplýsingar, þaulreynd ferðaráð og fróðleik um hvað eina er viðkemur ferðalögum á tveimur jafnfljótum um fjöll og firnindi.

 • Fyrsta skrefið
 • Fatnaður, útbúnaður, næring og þjálfun
 • Náttúruöflin
 • Fjallgöngur og dagsferðir árið um kring
 • Ferðamennska
 • Brölt og fjallamennska
 • Jöklaferðir
 • Fararstjórn

Jón Gauti Jónsson er margreyndur fjallaleiðsögumaður sem þekkir fjalllendi Íslands í sól og sorta betur en flestir. Hér miðlar hann af eigin reynslu og leitar í sarp fjölda sérfræðinga á ýmsum sviðum. Útkoman er einstæð fróðleiksnáma, ómissandi fyrir alla þá sem hugsa til fjalla. Everestfarinn Leifur Örn Svavarsson ritar sérkafla um snjóflóð. Fjallabókin er undirstöðurit, ætlað jafnt þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í útivist og hinum sem stefna hærra og lengra en vilja umfram allt koma heilir heim. Bókin geymir upplýsingar, þaulreynd ferðaráð og fróðleik um hvað eina er viðkemur ferðalögum á tveimur jafnfljótum um fjöll og firnindi.

Verð 4.890 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 512 2013 Verð 4.890 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /

4 umsagnir um Fjallabókin

 1. gudnord

  „… bók sem á örugglega eftir að bjarga mannslífum. Þetta er Biblía göngumannsins…“
  Reynir Traustason / DV

 2. gudnord

  „Frábær bók fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Bók sem er skrifuð af þekkingu og reynslu eins færasta fjallaleiðsögumanns á Íslandi. Skyldueign fyrir alla sem eru áhugasamir um útivist.“
  Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari

 3. gudnord

  „Fjallabókin er eigulegt og gagnlegt rit sem er vel til þess fallið að gleðja útivistarfólk…“
  Elín Esther Magnúsdóttir / Morgunblaðið

 4. gudnord

  „… vel skrifuð, skemmtileg … aðgengilegt uppflettirit jafnt sem heildstætt verk um glímuna við fjöll og firnindi Íslands. Fyrir þá sem hafa litla reynslu eða þekkingu á hinum ýmsu blæbrigðum fjallgangna og ferða um óbyggðir Íslands er þessi bók mikils virði.“
  Björgvin G. Sigurðsson 

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund