Þú ert hér://Freyju saga – Múrinn

Freyju saga – Múrinn

Höfundur: Sif Sigmarsdóttir

Í borginni innan múrsins getur sannleikurinn kostað fólk lífið.

„Hversu oft hafði hún ekki óskað þess að hún hefði fæðst nokkrum kynslóðum fyrr, þegar fólk gat farið þangað sem það vildi, gert það sem það vildi, skapað sér þá framtíð sem það vildi; þegar fólk klæddist skræpóttum fötum því það langaði til þess og lifði ekki eftir einkunnarorðunum „öryggi umfram allt“. Þegar það var enginn múr.“

Borgin Dónol er í heljargreipum einvaldsins Zheng og lífvarðasveita hans. Freyja elst þar upp hjá ömmu sinni og veit ekki betur en að þær séu ósköp venjulegir íbúar en þegar hinir Utanaðkomandi taka skyndilega að birtast innan borgarmúrsins fer tilvera hennar á hvolf. Hverjir eru hinir Utanaðkomandi? Og hvað vilja þeir Freyju?

Múrinn er fyrsta bókin í sagnabálkinum Freyju sögu, ævintýralegum spennutrylli sem gerist í harðneskjulegri veröld þar sem hinir vægðarlausustu lifa af.

Sif Sigmarsdóttir er rómaður pistlahöfundur og hefur áður sent frá sér vinsælar unglingabækur.

 

Verð 3.830 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 365 2013 Verð 3.830 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

4 umsagnir um Freyju saga – Múrinn

 1. Kristrun Hauksdottir

  Í bók Sifjar Sigmarsdóttur fléttast saman myrkur framtíðarheimur, barátta hinna saklausu og valdaþorsti og grimmd einræðisherrans Zehns. Veröldin einkennist af kúgun og ofbeldi en það er ljós í myrkrinu þegar hópur ungs fólk rís gegn kúgurum sínum með réttlæti og frelsi að leiðarljósi og trúna á betri heim. Í þeim hópi er söguhetjan okkar Freyja, 14 ára, sem einnig leitar sannleikans eftir að hafa komist á snoðir um fjölskylduleyndarmál sem henni var ekki ætlað að vita. Freyju saga – Múrinn er fantasía með goðsögulegu ívafi. Hún er listavel skrifuð og Sif nær að halda lesendum í heljargreipum. Spennandi og vönduð unglingabók.
  Rökstuðningur dómnefndar Fjöruverðlaunanna

 2. Kristrun Hauksdottir

  „Eins og með aðrar kraftmikar fantasíusögur er saga Sifjar tilvalin á hvíta tjaldið. Kannski við Íslendingar getum átt okkar eigin Hungurleika, kaldari, drungalegri og grimmilegri. Já, og blóðugri.“
  Kristjana Guðbrandsdóttir / DV

 3. Kristrun Hauksdottir

  „Þetta er nokkuð þekkt form og Sif höndlar það býsna vel og fléttar íslenskan menningararf og ýmis minni úr goðafræðinni saman við fantasíuna. Þessi sérstaða og afar vel heppnuð persónusköpun gerir Múrinn með betri bókum þessarar tegundar sem undirrituð hefur lesið.“
  Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið

 4. Kristrun Hauksdottir


  „Listavel skrifuð og þrælspennandi saga sem mun án efa njóta mikilla vinsælda. Múrinn gerir meira en að standast samanburð við það besta erlendis frá í sama flokki. Ein af bestu bókum ársins.“
  Björgvin G. Sigurðsson / Pressan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *