Þú ert hér://Fyrstu 1000 dagarnir: barn verður til

Fyrstu 1000 dagarnir: barn verður til

Höfundur: Sæunn Kjartansdóttir

Börn fæðast með alla burði til að verða skynsamar, réttsýnar og góðar manneskjur og það er undir okkur fullorðna fólkinu komið að gera þeim það kleift.

Rannsóknir sýna að fyrstu þúsund dagarnir í lífi barns – frá getnaði til tveggja ára aldurs – hafa afgerandi áhrif á framtíðarheilbrigði þess. Ástrík og næm samskipti á þessum tíma leggja mikilvægan grunn að þroska barnsins sem vitsmuna-, tilfinninga- og félagsveru. Þess vegna þarf það nærgætna umönnun frá fólki sem þykir vænt um það, skilur þarfir þess og hefur þær í fyrirrúmi.

Fyrstu 1000 dagarnir
er aðgengileg handbók fyrir foreldra sem byggir á tengslakenningum, nýjustu rannsóknum í taugavísindum og sálgreiningu. Hér eru gefin góð ráð um hvernig foreldrar geta búið sig undir fæðingu barns og annast það og örvað fyrstu árin með það að leiðarljósi að byggja upp heilbrigðan og ástríkan einstakling.

Sæunn Kjartansdóttir er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í tengslaeflandi meðferð foreldra og ungbarna. Hún hefur sinnt sálgreiningu í aldarfjórðung og er höfundur bókarinnar Árin sem enginn man.

Frá 2.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda2322015 Verð 3.590 kr.
Rafbók-2018 Verð 2.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

3 umsagnir um Fyrstu 1000 dagarnir: barn verður til

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Sæunn byggir á fræðilegri þekkingu nýjustu rannsókna um þroskaferli ungra barna, og miðlar þeirri þekkingu á lipran og látlausan hátt. Fjöldi velvalinna dæma endurspegla djúpan skilning á þörfum barna og um leið á mikilvægi foreldra og breyskleikum þeirra. Fyrstu 1000 dagarnir er vönduð, þörf og falleg bók handa foreldrum á Íslandi.“
  Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi og prófessor emeritus við Háskóla Íslands

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Ég fékk bókina að gjöf þegar yngri sonur minn var þriggja vikna og eldri sonur minn á 13. mánuði. Skemmst er frá því að greina að aldrei hefur nokkur lesning haft jafn djúpstæð áhrif á mig. Það var engu líkara en mér hefði borist leiðbeiningarbæklingur með ungbörnunum mínum tveimur. Skyndilega leið mér ekki lengur eins og ég væri í „nýrri vinnu“ sem mér fannst óvíst að ég kæmist nokkurn tíman upp á lag með. Mér fannst sem mér væri færð þekking og vissa til að beita mér kerfisbundið í uppeldi og umönnun barna minna til að hámarka líkur á þeirri útkomu sem ég óska – í stað þess að kreista bara aftur augun og vona það besta. Ég var því ekki lengur eins og strá í vindi í öllu því uppeldistengda upplýsingaflóði, sem mér leið á þeim tíma, eins og ég væri að drukkna í. Það besta við lesturinn var að ég losnaði við nagandi efasemdatilfinninguna, sem ég hafði í eigin garð og tengdi gjarnan við samviskubit gagnvart börnunum mínum, og margir foreldrar kannast við. Fengi ég tækifæri til að segja öllum frá einhverri lesningu yrði bókin Fyrstu 1000 dagarnir fyrir valinu, svo mikið gerði hún fyrir mig sem foreldri. Bókin er, að mínu mati, algjört þarfaþing fyrir alla sem hafa með umönnun og uppeldi ungbarna að gera.”
  Alma Thorarensen, móðir og lögfræðingur

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Ég mæli eindregið með þessari bók, hún er það gagnlegasta sem ég hef lesið síðustu 10-15 ár.“
  Frosti Logason / Harmageddon

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund