Höfundur: Anna Guðrún Steinsen

Sagan af blóminu og býflugunni er sú fyrsta í röð sagna sem fjalla um viðhorf okkar til lífsins, hvernig við getum stjórnað eigin viðhorfi og mikilvægi þess að elska okkur sjálf, eins og við erum.

Bókin er ætluð börnum en jafnframt á hún einnig við fyrir fullorðna. Hugmyndin er að bókin nýtist í senn í kennslu og uppeldi ásamt því að veita vellíðan.

Höfundurinn Anna Guðrún Steinsen er menntuð sem tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hún hefur starfað með börnum og unglingum í meira en tvo áratugi við að styrkja sjálfstraust þeirra, efla samskiptahæfileika og auka trú á eigin getu.