Þú ert hér://Grimmd

Grimmd

Höfundur: Stefán Máni

Hörður Grímsson rannsakar alvarlega líkamsárás á glæpaforingja en árásarmaðurinn, dópsalinn William Smári Clover, gengur laus. Smári er því bæði hundeltur af lögreglu og misindismönnum í hefndarhug.

Á sama tíma rænir siðblindur maður mánaðargamalli dóttur sinni og ætlar með hana úr landi. Móðirin örvæntir þegar kerfið bregst en kallinu er svarað úr óvæntri átt. Leikurinn berst út á land og fyrr en varir streyma undirheimahrottar út á þjóðveginn og Hörður fylgir þeim fast á hæla – ungbarn er í lífshættu og tíminn að renna út.

Stefán Máni gefur ekkert eftir í þrettándu bók sinni. Framvindan er hröð og spennan magnast fram á síðustu blaðsíðu!

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Frá 490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 452 2013 Verð 3.415 kr.
Kilja 452 2014 Verð 3.100 kr.
Hljóðbók Mp3 2013 Verð 1.795 kr.
Rafbók - 2013 Verð 490 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / / /

6 umsagnir um Grimmd

 1. Elín Edda Pálsdóttir


  Haraldur Jónasson / Fréttatíminn

 2. Elín Edda Pálsdóttir

  „[Aðdáendahópur Stefáns Mána] verður ekki fyrir neinum vonbrigðum … þetta var átakanleg lesning og sýnir hvað hann er í raun flinkur höfundur.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 3. Elín Edda Pálsdóttir

  „Það sem mér fannst flottast í bókinni … það er þessi William Smári Clover, sem er óhappamaður og úrþvætti eiginlega, að með svona leiftri úr æsku hans gerir hann hann að einhverjum sem maður skilur eða veltir fyrir sér. Að því leyti finnst mér hann sterkari heldur en Yrsa. Með einni mynd er hann búinn að gera mann svolítið lifandi fyrir manni … Ég er mjög ánægður með [bókina].“
  Sigurður G. Valgeirsson / Kiljan

 4. Elín Edda Pálsdóttir


  „Ómótstæðileg Grimmd
  Ásta Sigrún Magnúsdóttir / DV

 5. Elín Edda Pálsdóttir


  „Það er ekki veikan hlekk að finna í Grimmd sem jafnast fyllilega á við meistaraverkin Skipið og Svartur á leik. Og kannski er Grimmd besta verk Stefáns Mána hingað til.“
  Kristjón Kormákur Guðjónsson / Pressan.is

 6. Elín Edda Pálsdóttir


  „Stefán Máni er sérfræðingur í undirheimum Íslands og hann kann að koma orðum að því þegar glæpagengi eru annars vegar. Honum tekst enda vel upp í spennutryllinum Grimmd en á stundum eru lýsingarnar svo ógeðfelldar að jafnvel harðgerðustu menn fá sting fyrir hjartað.“
  Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund