Hörður Grímsson rannsakar alvarlega líkamsárás á glæpaforingja en árásarmaðurinn, dópsalinn William Smári Clover, gengur laus. Smári er því bæði hundeltur af lögreglu og misindismönnum í hefndarhug.

Á sama tíma rænir siðblindur maður mánaðargamalli dóttur sinni og ætlar með hana úr landi. Móðirin örvæntir þegar kerfið bregst en kallinu er svarað úr óvæntri átt. Leikurinn berst út á land og fyrr en varir streyma undirheimahrottar út á þjóðveginn og Hörður fylgir þeim fast á hæla – ungbarn er í lífshættu og tíminn að renna út.

Stefán Máni gefur ekkert eftir í þrettándu bók sinni. Framvindan er hröð og spennan magnast fram á síðustu blaðsíðu!

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.