Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni

Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 237 2.990 kr.
spinner

Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni

Útgefandi : Hið íslenska bókmenntafélag

2.990 kr.

Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 237 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Immanuel Kant er tvímælalaust einn merkasti heimspekingur sögunnar. Jafnvel þótt undan væru skilin hin gríðarlegu áhrif sem verk hans hafa haft á aðra hugsuði eru röksemdafærslur hans enn uppspretta lifandi umræðu á flestum sviðum heimspekinnar og full ástæða til að taka þær alvarlega.

Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni er eitt víðlesnasta rit Kants og jafnframt eitt það aðgengilegasta. Ritið gefur greinargóða hugmynd um siðfræðikenningu hans, sem telst til einnar af helstu stefnunum í siðfræði nútímans. Þó var því ekki ætlað að gera tæmandi grein fyrir siðferði, heldur var markmiðið að sýna fram á að til væru siðferðislögmál um breytni og hver væri æðsta meginregla siðferðisins. Kant leit svo á að það eina sem væri í sjálfu sér gott, óháð ytri aðstæðum, væri góður vilji. Það sem gerir breytni einhvers siðferðilega rétta er ekki löngun hans til að breyta rétt eða afleiðingarnar, heldur að ástæða athafnarinnar sé skyldurækni. Siðferðislega rétt athöfn er með öðrum orðum sú sem stjórnast af lífsreglu sem gerandinn getur viljað að verði að algildu lögmáli.

Þetta er hið skilyrðislausa skylduboð, sem Kant nefnir svo til aðgreiningar frá skilorðsbundnum skylduboðum, sem kveða á um hvað skuli gera til að ná ákveðnu markmiði. Hverjum manni ber að haga lífsreglum sínum þannig að ekki myndi leiða til mótsagnar þótt þær yrðu gerðar að algildum lögmálum. Þannig er siðferðilega rangt að svíkja loforð eftir hentugleikum, vegna þess að í samfélagi þar sem allir stunduðu slíkt myndi verða ómögulegt að lofa nokkru. Hið skilyrðislausa skylduboð orðar Kant líka þannig að ávallt beri að koma fram við manneðlið, sjálfan sig og aðra, sem markmið í sjálfu sér en ekki aðeins eins og tæki til að koma fram markmiðum. En úr því að allar skynsemisverur eru grundvöllur siðaboðsins og fyrst það gildir fyrir þær sjálfar, lítur Kant svo á að það sé okkar eigin vilji sem skuldbindur okkur til að fara eftir því.

Kenning Kants er glæsileg og hugsunin dýpri en svo að henni verði gerð skil í fáum orðum. Sérstaklega ítarlegur inngangur Guðmundar Heiðars Frímannssonar um líf Kants, siðfræði og heimspeki almennt fylgir þessu riti, auk þriggja viðauka í bókarlok.

Þýðing: Guðmundur Heiðar Frímannsson sem einnig ritar inngang.

Tengdar bækur

Opnunartímar á Fiskislóð

Alla daga til og með Þorláksmessu 10-19
Aðfangadag 10-14

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning