Hægur dauði
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 411 |
|
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 411 |
|
Um bókina
Tveir strákar finna fjársjóð í yfirgefnu rússnesku hersjúkrahúsi í Ungverjalandi, dýrmæta kúlu sem þeir fá svo gott tilboð í að annar þeirra fer með hana til Danmerkur þar sem kaupandinn býr. Þá fer af stað rás atburða sem hefur hrikalegar afleiðingar fyrir drengina, aðstandendur þeirra og fjölda annarra, þeirra á meðal hjúkrunarkonuna Ninu Borg sem vildi bara hjálpa innflytjendabörnum með einkennileg sjúkdómseinkenni…
Finnur þú fyrir geislun?
Danska tvíeykið Kaaberbøl og Friis sló eftirminnilega í gegn með metsölubókinni . Hægur dauði er önnur bókin um hina réttsýnu og fórnfúsu hjúkrunarkonu Ninu Borg og gefur fyrri bókinni ekkert eftir.
Jón Hallur Stefánsson þýddi.
*****
„Kaaberbøl er afbragðs fléttusmiður og þeim Friis tekst, rétt eins og í fyrsta hluta þessa þríleiks, að halda lesandanum vel við efnið þótt atburðir sögunnar fari víða […]“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn
****
„Kaaberbøl og Friis gagnrýna og velta upp allskonar spurningum í bókum sínum sem varða samfélagið í dag: Á maður bara að hugsa um sjálfan sig og sína eða að líta í kringum sig og aðstoða þá sem þess þurfa þó hætta sé á að stefna eigin lífi í hættu? Lesandinn er neyddur til að velta fyrir sér því skipulagi sem hann býr við um leið og hann verður að halda áfram að lesa þessa afbragðsgóðu spennusögu.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið
„Höfundaparið Kaaberøl og Friis skilar hér úrvalsgóðri sögu með … brjálæðislegum söguþræði…“
Weedendavisen
„Höfundarnir hafa notað bestu hugsanlegu uppskriftirnar til að spinna spennusöguþráð sinn.“
Dagsavisen