Þú ert hér://Hálendið

Hálendið

Höfundur: Steinar Bragi

Tvö pör úr Reykjavík fara í hálendisferð að hausti. Á söndunum norðan við Vatnajökul gerir svartaþoku og fyrir slysni keyra þau á hús í auðninni. Jeppinn þeirra er ónýtur og þrátt fyrir dræmar móttökur íbúanna fá þau að gista. Ekkert samband er við byggð ból, húsið er varið eins og virki og á kvöldin læsa íbúarnir tryggilega að sér. Úti heyrast dularfull hljóð og eldar kvikna, atburðir úr fortíðinni leita á gestina og smám saman verður erfiðara að átta sig á því hvar óvinurinn leynist.

Hálendið er í senn sálfræðileg hrollvekja og þjóðsaga um fólk sem sér sjálft sig í öllu en finnur í engu. Grípandi frásögn um sekt og sakleysi, endimörk mennskunnar og grimmd íslenskrar náttúru – eða okkar sjálfra.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 253 2011 Verð 3.100 kr.
Rafbók - 2011 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

6 umsagnir um Hálendið

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Það vekur sérstaka athygli að úrvinnslan úr hryllingshefðinni er þjóðleg á dálítið glúrinn hátt þar sem þekktum hryllingsminnum úr hefðinni … er stefnt á fund við íslensku þjóðsöguna. … Hugmyndaauðgi höfundar nýtur sín vel í sögunni sem og lúmskur húmorinn.“
  Björn Þór Vilhjálmsson / Víðsjá

 2. Bjarni Guðmarsson

  „Mér finnst þessi bók brilljant … mjög vel hugsað og vel unnið verk.“
  Páll Baldvin / Kiljan

 3. Bjarni Guðmarsson

  „… haganlega smíðuð hrollvekja, sem býr yfir ýmsum af bestu kostum formsins, sem meðal annars felast í snarpri samfélagslegri ádeilu, auk áhugaverðra tenginga við staðsetningu og þjóðsagnaarf.“
  Úlfhildur Dagsdóttir / TMM

 4. Bjarni Guðmarsson


  „Hann er að rannsaka okkur, rannsaka nútímann. Þetta er algjör eftir hrun bók. … Hér er verið að skoða hvað hefur farið úrskeiðis með okkur; hvar við erum stödd í þessari eyðimörk … Frábærlega vel skrifuð bók.“
  Þorgeir Tryggvason / Rás 2

 5. Bjarni Guðmarsson


  „Bók Steinars Braga er einhver áhugaverðasta og óvenjulegasta íslenska lestrarreynsla sem ég man eftir … Hálendið er ekki einhvers konar hrunsgáta þar sem formúlukennd niðurstaða liggur fyrir að lestri loknum. Hún er miklu flóknari bók en það sem snýst um dýpri, mannlegri spurningar. Bókin sprengir því af sér tilraunir til slíkrar skilgreiningar.“
  Ingi Freyr Vilhjálmsson / DV

 6. Bjarni Guðmarsson


  „Steinar Bragi er frábærlega djúpur, frumlegur og heillandi höfundur, sem hefur einhver ofurmannleg tök á því sem hann gerir … Gríðarflott, frumlegt og hyldjúpt skáldverk“
  Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund