Sögumaður er ungur Íslendingur, staddur í sólríkri borg við Miðjarðarhafið og glímir þar við orðsins list. Óvelkomnar hugsanir ásækja hann eins og draugar úr fornum sögum, heimþrá gerir vart við sig og ekki er laust við að hitasvækjan þarna suður frá trufli einbeitingu hans.

Magnús Sigurðsson er ungur höfundur sem stígur hér fram á ritvöllinn með sína fyrstu bók. Stíllinn er fágaður og sögupersónurnar búa um sig í huga lesandans og eiga það síðan til að skjóta upp kollinum fyrirvaralaust, lengi eftir að lestri er lokið.