Handritakort Íslands lýsir á skýran og aðgengilegan hátt 43 völdum handritum og tengslum þeirra við ákveðna staði á landinu. Handrit tengjast öllum landshlutum og lögð er áhersla á fjölbreytni þeirra í efni og útliti. Mynd er af handritunum og þeim lýst stuttlega, auk þess sem heimkynni þeirra eru merkt inn á kort. Handritakort Íslands er nauðsynlegt öllum þeim sem unna sögu og menningu þjóðarinnar.

  • Útgefið 2013
  • Tungumál: Íslenska, danska, enska og þýska
  • Stærð 100 x 70 cm / Þyngd 85 gr.

Kortið er einnig fáanlegt óbrotið (flatt) og/eða plastað. Hafðu samband við kortadeildina okkar til að fá nánari upplýsingar.

English:
The Manuscript Map of Iceland contains pictures and brief descriptions of 43 Icelandic manuscripts and their associations with specific locations, which are marked on the map. The manuscripts are from all parts of Iceland; examples were chosen to illustrate a variety of appearances and subject matters. The Manuscript Map is essential for everyone interested in the culture and history of Iceland. All text is in Icelandic, Danish, English and German.