Höfundur: Böðvar Guðmundsson

Böðvar Guðmundsson er löngu kunnur fyrir ljóð sín og lög. Heimsókn á heimaslóð er ljóðaflokkur um Íslandsferð, þar sem skáldið gerir á sinn persónulega hátt upp við land og sögu, leitar rótanna og finnur þrátt fyrir það að "allt getur brugðið til beggja vona / enginn veit stundina / þegar veturinn byrjar"  eins og segir í einu ljóðanna.

Lýsing skáldsins á mannlífinu og umhverfi þess er eins og fyrr tvíeggjuð, ofin úr hlýju og kaldhæðni í samfelldan þráð, þar sem lífsháskinn er þó aldrei fjarri í líki manns "á bleikum bíl".