Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Himininn yfir Þingvöllum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2022 | 990 kr. | |||
Innbundin | 2009 | 299 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Kilja | 2009 | 299 |
|
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2022 | 990 kr. | |||
Innbundin | 2009 | 299 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Kilja | 2009 | 299 |
|
Um bókina
Þrír ungir menn. Þrjár ungar konur. Þrír ólíkir heimar: Reykjavík, frönsku Alparnir og yfirgefinn borpallur í eyðimörk. Alls staðar ríkir örvænting, ærandi þögn og djúp einsemd sem leiðir til furðulegra atburða og óhæfuverka.
Í þremur grípandi sögum kannar rithöfundurinn Steinar Bragi mörk mennsku og ómennsku og samband veruleika og óra af sama næmi og í skáldsögunni Konum. Himinninn yfir Þingvöllum er sjötta skáldsaga Steinars Braga.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 9 klukkustundir og 30 mínútur að lengd. Almar Blær Sigurjónsson les.
6 umsagnir um Himininn yfir Þingvöllum
Bjarni Guðmarsson –
„Að hætti hinna gömlu meistara furðusögunnar fylgir Steinar Bragi lesendum sínum um myrkustu slóðir tilverunnar, jafnt þær sem liggja utan manneskjunnar sem innan hennar. Þær götur þekkir hann eins og lófana á sér, þar er hann frábær leiðsögumaður …“
Sjón
Bjarni Guðmarsson –
„Þetta er flottur texti, persónurnar vel útfærðar og spennan á milli þeirra mögnuð, andinn drungalegur og ógnvekjandi. Sannkallaðar hryllingssögur.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / wordpress.com
Bjarni Guðmarsson –
„Bókin er sem heild frábær. Engin ein saga stendur hinum framar, allar eru sögurnar alveg magnaðar í óhugnaði sínum og öfgum.“
Bóas Hallgrímsson / midjan.is
Bjarni Guðmarsson –
„Stundum finnst manni Steinar Bragi hafa meiri hæfileika í litla putta en margir aðrir í öllum skrokknum … Þetta eru gotískar sögur – manni dettur í hug Edgar Allan Poe og Howard P. Lovecraft og fleiri … Ég hafði mjög gaman af þessari bók“
Egill Helgason / Kiljan
Bjarni Guðmarsson –
„Kostir Steinars Braga sem sagnaskálds eru einkum hversu ríkulega hann beitir ímyndunaraflinu og hversu létt honum reynist að túlka einsemd og firringu, örvæntingu og upplausn. Í þessum sögum finnst mér hann ganga svo hart fram í þessu að lesanda verður um og ó. Sömuleiðis er hann leikinn sagnasmiður svo að minnir á hina gömlu módernísku meistara.“
Skafti Halldórsson / Morgunblaðið
Bjarni Guðmarsson –
„Ritfærni hans er auðvitað með endemum … Hann er ofboðslega flinkur og hann hefur gríðarlega mikið hugarflug og litlar hömlur á því sem hann setur saman í nánast spuna án þess að honum fatist flugið … Þetta er ofsalega flott hjá honum.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan