Þú ert hér://Himinninn yfir Þingvöllum

Himinninn yfir Þingvöllum

Höfundur: Steinar Bragi

Þrír ungir menn. Þrjár ungar konur. Þrír ólíkir heimar: Reykjavík, frönsku Alparnir og yfirgefinn borpallur í eyðimörk. Alls staðar ríkir örvænting, ærandi þögn og djúp einsemd sem leiðir til furðulegra atburða og óhæfuverka.

Í þremur grípandi sögum kannar rithöfundurinn Steinar Bragi mörk mennsku og ómennsku og samband veruleika og óra af sama næmi og í skáldsögunni Konum. Himinninn yfir Þingvöllum er sjötta skáldsaga Steinars Braga.

Frá 1.935 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 299 2009 Verð 2.685 kr.
Kilja 299 2009 Verð 1.935 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

6 umsagnir um Himinninn yfir Þingvöllum

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Að hætti hinna gömlu meistara furðusögunnar fylgir Steinar Bragi lesendum sínum um myrkustu slóðir tilverunnar, jafnt þær sem liggja utan manneskjunnar sem innan hennar. Þær götur þekkir hann eins og lófana á sér, þar er hann frábær leiðsögumaður …“
  Sjón

 2. Bjarni Guðmarsson

  „Þetta er flottur texti, persónurnar vel útfærðar og spennan á milli þeirra mögnuð, andinn drungalegur og ógnvekjandi. Sannkallaðar hryllingssögur.“
  Steinunn Inga Óttarsdóttir / wordpress.com

 3. Bjarni Guðmarsson

  „Bókin er sem heild frábær. Engin ein saga stendur hinum framar, allar eru sögurnar alveg magnaðar í óhugnaði sínum og öfgum.“
  Bóas Hallgrímsson / midjan.is

 4. Bjarni Guðmarsson

  „Stundum finnst manni Steinar Bragi hafa meiri hæfileika í litla putta en margir aðrir í öllum skrokknum … Þetta eru gotískar sögur – manni dettur í hug Edgar Allan Poe og Howard P. Lovecraft og fleiri … Ég hafði mjög gaman af þessari bók“
  Egill Helgason / Kiljan

 5. Bjarni Guðmarsson

  „Kostir Steinars Braga sem sagnaskálds eru einkum hversu ríkulega hann beitir ímyndunaraflinu og hversu létt honum reynist að túlka einsemd og firringu, örvæntingu og upplausn. Í þessum sögum finnst mér hann ganga svo hart fram í þessu að lesanda verður um og ó. Sömuleiðis er hann leikinn sagnasmiður svo að minnir á hina gömlu módernísku meistara.“
  Skafti Halldórsson / Morgunblaðið

 6. Bjarni Guðmarsson

  „Ritfærni hans er auðvitað með endemum … Hann er ofboðslega flinkur og hann hefur gríðarlega mikið hugarflug og litlar hömlur á því sem hann setur saman í nánast spuna án þess að honum fatist flugið … Þetta er ofsalega flott hjá honum.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund