Hittumst á Horninu

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2021 148 5.090 kr.
spinner

Hittumst á Horninu

5.090 kr.

Hittumst á Horninu
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2021 148 5.090 kr.
spinner

Um bókina

Veitingastaðurinn Hornið var opnaður sumarið 1979 að Hafnarstræti 15. Húsið var reist árið 1898 og hefur frá upphafi verið miðstöð verslunar og þjónustu af ýmsu tagi. Veiðarfæraverslun O.Ellingsen var til að mynda þarna í áratugi. Þegar Reykvíkingar mæltu sér mót í miðbænum sögðu þeir gjarnan: Hittumst á horninu og áttu þá við hornið hjá Ellingsen. Nú hittast menn á Horninu með stórum staf.

Hornið er fyrsta ítalska pizzerían á Íslandi en varð líka menningarhús með lifandi tónlist, myndlistarsýningum og jafnvel leiksýningum. Jakob H. Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir hófu ævintýrið í samstarfi við Guðna Erlendsson og Steinunni Skúladóttur fyrstu árin en hafa eftir það átt og rekið fyrirtækið ásamt börnum sínum. Fastir viðskiptavinir skipta þúsundum og þeir vilja hafa hlutina í föstum skorðum, bókstaflega hreint. Matseðlinum má helst ekki breyta og sumir réttir hafa verið þar í 42 ár og verða ábyggilega áfram!

Í bókinni er stiklað á stóru í sögunni en einkum fjallað um frumkvöðlaanda og fjölskyldurekstur eins og bestur gerist.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning