Hreint í matinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 144 | 4.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 144 | 4.290 kr. |
Um bókina
Mataróþol hefur aukist mjög á síðari árum og margir hafa uppgötvað að þeir séu með glúten- eða mjólkuróþol eða að sykur og aukaefni í sælgæti fari illa í líkama þeirra. Þegar fólk tekur þessi fæðuefni úr fæðu sinni hverfa gjarnan liðbólgur, vefjagigtareinkenni, meltingarvandamál og ýmsir aðrir kvillar. Þessu hef ég kynnst á stuðningsnámskeiðum mínum við Hreint í matinn.
Ég ákvað því að skrifa matreiðslu- og fræðslubók fyrir þá sem þurfa að forðast glúten, mjólk og sykur í fæði sínu. Í bókinni er að finna fjölda uppskrifta að öllum helstu málsverðum dagsins og uppskriftir að bökuðum og óbökuðum kökum og kræsingum, svo og nokkra eftirrétti.
Fæðan er eldsneyti líkamans og þegar við gerum matinn að lækningalyfi hans fær hann tækifæri til að endurnýja sig og heila.