Höfundur: Guðrún Bergmann

Ertu með bólgur og liðverki eða hafa meltingarvandamál eins og hægðatregða og bakflæði verið að angra þig?

Hippókrates sagði fyrir um 2500 árum að alla sjúkdóma mæti rekja til þarmanna. Nýjustu rannsóknir staðfesta einmitt það. Í þessari bók færðu skýringar á því hvers vegna svona margir eru að takast á við bólgusjúkdóma, glútenóþol og sjálfsónæmissjúkdóma og hvernig snúa má því ferli við með breyttum lífsstíl og betra mataræði.

Að auki er í bókinni þriggja vikna matseðill með glútenlausum réttum og sérstakur kafli um lifrina sem Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir skrifar.

Hreinn lífsstíll er sautjánda bók Guðrúnar, sem hefur í meira en 25 ár lagt áherslu á að hvetja fólk til að taka ábyrgð á eigin heilsu og velja náttúrulegar leiðir til bata.