Hreint út sagt: sjálfsævisaga
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 426 | 2.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 426 | 2.090 kr. |
Um bókina
Baráttumaðurinn Svavar Gestsson segir hér persónulega og pólitíska sögu sína sem er samofin sögu Íslands í meira en hálfa öld. Þetta er saga stráks af venjulegu íslensku alþýðuheimili í borg og sveit.
Hann varð snemma vinstrisinnaður og brennandi af réttlætiskennd. Hóf kornungur störf sem blaðamaður, ritstjóri og stjórnmálamaður og varð alþingismaður, ráðherra og sendiherra. Hann segir frá pólitískri mótun sinni, hugsjónum og hugmyndum; frá fáránleika kalda stríðsins, upphafi og endalokum Alþýðubandalagsins og endurskipulagningu vinstrihreyfingarinnar. Sagt er frá tilurð Reykjavíkurlistans og pólitískum átökum, sigrum og ósigrum, en einnig frá fjölskyldu og samferðamönnum.
Stíll Svavars er hressilegur og beinskeyttur og hristir upp í lesandanum. Hann segir hér sögu sína tilgerðarlaust og af hreinskilni og greinir frá ýmsu sem ekki hefur áður sést á prenti um pólitíska viðburði síðustu áratuga.
4 umsagnir um Hreint út sagt: sjálfsævisaga
Kristrun Hauksdottir –
„Bókin er vel skrifuð … stíllinn léttur og hraður og frásögnin auk þess launfyndin á köflum. Ljósmyndirnar gegna einnig mikilvægu hlutverki í að segja sögu aðalpersónunnar. … Með sjálfsævisögum verða … til heimildir sem nýtast munu um ókomna tíð.“
Páll Björnsson / Saga, tímarit Sögufélagsins
Kristrun Hauksdottir –
„Þetta er eiguleg bók og skyldulesning fyrir alla þá sem vilja þekkja stjórnmálasögu síðustu aldar.“
Guðni Th. Jóhannesson / sagnfræðingur
Kristrun Hauksdottir –
„Þetta er vegleg bók, yfirleitt er hún skemmtileg aflestrar og þægileg, á henni er spjallstíll sem rennur ljúflega áfram … Hann er ekki bitur eða reiður; hjólar ekki í neinn og fer frekar mjúkum höndum um samferðamenn sína, bæði samherja og pólitíska andstæðinga…“
Ingi Freyr Vilhjálmsson / DV
Kristrun Hauksdottir –
„Svavar Gestsson er stórskemmtilegur maður … Vel skrifuð bók eftir stjórnmálamann sem lifað hefur tímana tvenna …“
Björn Þór Sigbjörnsson / Fréttablaðið