Flest okkar óttumst við að vera ein, hvað þá að búa ein alla ævi. Tilvera þeirra sem búa einir, langt frá öðru fólki, vekur áhuga okkar því óhjákvæmilega spyrjum við: Hvernig er fer slíkt fólk að? Af hverju býr það eitt?

Ljósmyndarinn Valdimar Thorlacius ræddi við og ljósmyndaði einbúa um allt land svo úr varð stórbrotið verk. Í myndum hans kynnumst við tengslum einbúanna við umhverfi sitt, náttúruna og árstíðirnar. En við kynnumst líka að einveran neyðir þá til að takast á hendur glímuna við innri öfl og ytri náttúru óstuddir.

Bókin I er hrífandi, ögrandi og fögur í senn. Ljóðrænt verk um hve margslungið það er að vera maður.