Í nándinni – innlifun og umhyggja fjallar um kjölfestu hamingjunnar: nærandi og örugg tengsl við annað fólk. Hér útskýrir Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur á aðgengilegan, frumlegan og skemmtilegan hátt hvernig bæta má samskipti og sambönd með því að rækta hæfni sína til innlifunar og leikni í að vera samvistum við aðra. Jafnframt er sýnt hvernig betri skilningur á öðru fólki færir manni vellíðan og aukna hamingju.
Guðbrandur Árni Ísberg er sjálfstætt starfandi sálfræðingur hjá og annar eigenda. Hann lauk framhaldsnámi í Danmörku þar sem hann sinnti bæði einstaklingsráðgjöf og fjölskyldumeðferð. Guðbrandur Árni hefur víða haldið námskeið og flutt fyrirlestra um efni er lúta að bættum samskiptum og aukinni nánd.
Elín Pálsdóttir –
„Það þarf metnað til að semja og birta í bók heilsteypta sýn á manninn og hvernig sú sýn leiðbeinir í lífi og starfi. Þótt undirritaður hafi starfað sem sálfræðingur í nærri þrjátíu ár skil ég margt betur en áður. Fyrir hinn almenna lesanda er margt að finna í leit að betri líðan. Ég óska Guðbrandi Árna Ísberg til hamingju með mjög góða bók.“
Hörður Þorgilsson, Ph.D. / Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands
Elín Pálsdóttir –
„Á erindi til allra sem hafa áhuga á mannlegum samskiptum.“
Sæunn Kjartansdóttir / sálgreinir og höfundur Árin sem enginn man
Elín Pálsdóttir –
„Þetta er vel skrifuð og áhugaverð bók um mikilvægt efni. Hlý og mannúðleg.“
Páll Baldvin Baldvinsson
Elín Pálsdóttir –
„Þetta er biblían … Þessi bók á erindi til allra sem eiga í mannlegum samskiptum…“
Kristján Freyr Halldórsson / bóksali