Þú ert hér://Skömmin: úr vanmætti í sjálfsöryggi

Skömmin: úr vanmætti í sjálfsöryggi

Höfundur: Guðbrandur Árni Ísberg

Skömmin er flókin tilfinning. Í jafnvægi hjálpar hún okkur að tengjast öðrum og gæta virðingar í samskiptum. Þegar hún fer úr böndunum brotnar sjálfsmyndin, okkur finnst við einskis virði og langar mest til að fara í felur. Skömmin getur síðan birst sem hegðun sem virðist eiga lítið skylt við skammartilfinninguna, eins og bræðiköst, félagsfælni og þunglyndi. Í alvarlegustu tilfellunum leiðir hún til ofbeldis og sjálfsvíga.

Það er því ein af undirstöðum andlegs og líkamlegs heilbrigðis að kynnast skömminni, læra að temja hana og vingast við hana.

Guðbrandur Árni Ísberg er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hann er sjálfstætt starfandi og einn af rekstraraðilum Sálfræðiráðgjafarinnar (www.salfraedingar.is). Áður hefur komið út eftir hann bókin Í nándinni – innlifun og umhyggja.

Verð 3.890 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 245 2019 Verð 3.890 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

4 umsagnir um Skömmin: úr vanmætti í sjálfsöryggi

 1. Elín Pálsdóttir

  „Guðbrandur tekur skömmina úr skömminni. Þessi bók á eftir að gagnast mörgum og ég á eftir að glugga í hana aftur og aftur.”
  Anna Dagný Smith, mannauðsstjóri og hjúkrunarfræðingur

 2. Elín Pálsdóttir

  „Í bókinni er gerð ítarleg og góð grein fyrir skömminni og meðal annars fjallað um áhrif hennar á sjálfsvirðingu okkar og sjálfsálit og tengsl við geðræn veikindi.”
  Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir

 3. Elín Pálsdóttir

  „Þessi bók veitir gríðarlega mikilvæga sýn inn í kviku flókinna tilfinninga og skýrir jafnframt vel skömmina sem er manninum bæði gull og grjót, böl og blessun.”
  Hildur Eir Bolladóttir, prestur

 4. Elín Pálsdóttir

  „Hugvíkkandi og líknandi leiðarvísir um hina margslungnu tilfinningu skömmina. Þessi mikilvæga bók á eftir að verða mörgum ómetanleg hjálp.”
  Halldór Armand Ásgeirsson, rithöfundur

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund