Skóli margbreytileikans – menntun og manngildi í kjölfar Salamanca

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2017 376 5.990 kr.
spinner

Skóli margbreytileikans – menntun og manngildi í kjölfar Salamanca

5.990 kr.

Skóli margbreytileikans - menntun og manngildi í kjölfar Salamanca
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2017 376 5.990 kr.
spinner

Um bókina

Árið 1994 komu saman fulltúrar 92 ríkisstjórna og 25 félagasamtaka í borginni Salamanca á Spáni á heimsráðstefnu um menntun barna með sérþarfir. Á ráðstefnunni var samþykkt yfirlýsing sem átti eftir að marka tímamót í skólamálum.

Yfirlýsingin fjallaði um að almennir skólar skyldu vera fyrir öll börn, hvernig sem þau væru stödd, hvort heldur líkamlega, andlega, félagslega, tilfinningalega, með tilliti til tungumáls eða annarra þátta. Með þessari yfirlýsingu varð skóli án aðgreiningar að alþjóðlegri stefnu í menntamálum.

Nú er tímabært að staldra við og spyrja: Hverju hefur stefnan skilað ? Hvert er líklegt að hún leiði okkur?

Í þessari bók fjalla sautján fræðimenn um hugmyndina og hugsjónina um skóla og samfélag án aðgreiningar út frá ólíkum sjónarhornum.

INNskráning

Nýskráning