Í reiðuleysi í París og London
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2005 | 335 | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2005 | 335 | 2.990 kr. |
Um bókina
Nafn enska rithöfundarins George Orwell þekkir nánast hvert mannsbarn enda liggja eftir hann einhver mögnuðustu ádeiluverk 20. aldarinnar, skáldsögurnar 1984 og Dýrabær, sem jafnan er skipað í flokk sígildra heimsbókmennta.
Í reiðuleysi í París og London kom út árið 1933, fyrsta bókin sem Orwell fékk útgefna. Hér segir af lífi í fátækt og óvissu, samfélagi sem hulið er augum borgarastéttarinnar og þótt ekki hafi fengist úr því skorið að hve miklum hluta höfundur rekur sanna atburði og hvar hann hefur skáldað í eyðurnar er ljóst að Orwell sækir margt í eigin reynslu. Frásögnin leiftrar því af lífi, lýsingar á fólki og atburðum eru fullar af kímni og höfundur lýsir af skarpskyggni óvæntum fylgifiskum örbirgðarinnar og áhrifum hennar á mannlífið.
Uggi Jónsson hefur skrifað inngang að eigin þýðingu á bókinni þar sem hann fjallar um höfundarferil Orwells, hugsjónir hans og tilurð þessa verks.